31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í D-deild Alþingistíðinda. (3783)

251. mál, niðurfærsla á útgjöldum ríkisins

Jón Baldvinsson:

Mér láðist að taka það fram í minni fyrri ræðu, að Alþýðuflokkurinn er þess að vísu ekki viðbúinn að nefna til mann í þessa n. með það fyrir augum, að sá sami maður starfi í n. áfram milli þinga, en ég hefi hinsvegar litið svo á, að mannaskipti gætu með samkomulagi orðið í þessari n., og vildi ég beina því til hæstv. fjmrh., hvort hann fyrir sitt leyti sé því ekki samþykkur, að slík mannaskipti fari fram í n., ef svo vill verkast láta.