31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 178 í D-deild Alþingistíðinda. (3801)

251. mál, niðurfærsla á útgjöldum ríkisins

Flm. (Jón Þorláksson):

Það er rétt, að hæstv. ráðh. hafði sagt mér í gær, að það væri hans skoðun og ósk, að n. væri ekki kosin nema í annari d. En ég mótmælti því þá, og af því að hann minntist ekki á það atriði í sinni fyrri ræðu, þá hélt ég, að hann væri fallinn frá því, og kom mér því á óvart, þegar hann kom með það atriði í seinni ræðu sinni, þegar ég hafði svarað hans fyrirspurn.

Ég held fast við það, þrátt fyrir mótmæli hæstv. ráðh., að til þess að þetta nauðsynjastarf verði unnið á viðunandi hátt; þurfi þingið að leggja til þess fleiri en 3 menn. 5 manna n. hefði verið viðunandi, en minna má það ekki vera. Ein þriggja manna n. úr annari d. er óviðunandi úrlausn á málinu. Ég ætla því að treysta því, að við nánari athugun muni stjórnarflokkurinn sjá, að rétt sé að samþ. till. í hinni d. líka.