04.06.1932
Sameinað þing: 14. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í D-deild Alþingistíðinda. (3817)

838. mál, vantraust á ríkisstjórnina

1) JónasÞ:

Ég mun greiða atkv. móti þessari till., en þó með nokkrum fyrirvara. Ég mun veita þeim hæstv. ráðh., sem valdir hafa verið af Framsóknarflokknum, fullan stuðning á meðan þeir vinna samkv. stefnuskrá flokksins. Hæstv. dómsmrh., sem valinn hefir verið af Sjálfstæðisflokknum, mun ég veita hlutleysi á þessu þingi, en mun ekki geta veitt honum frekari stuðning. Með svofelldum rökstuðningi segi ég nei.