14.05.1932
Neðri deild: 75. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 896 í C-deild Alþingistíðinda. (3821)

15. mál, fimmtardómur

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég vildi aðeins segja það um þingsköpin, að það er náttúrlega forseti, sem ræður því hvort till. er borin upp, en ef hann skyldi hallast að því að leita álits d., sem ég veit ekki, hvort nauðsynlegt er, þá vildi ég óska þess, að d. leyfði till. að koma fram. Ég álít eins og sá forsrh., sem hér var, þegar hin umgetna vantrauststill. kom, eftir því sem hv. þm. Barð. segir, að rétt sé, að till. komi til atkv., úr því að hún er komin fram.