02.04.1932
Neðri deild: 41. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 202 í D-deild Alþingistíðinda. (3846)

252. mál, niðurfærsla á útgjöldum ríkisins

Jón Auðunn Jónsson:

Ég skal vera stuttorður. Hv. þm. Borgf. hefir sannað það, sem ég hélt fram í minni fyrri ræðu, að fjvn. gæti ekki, vegna tímaskorts, unnið að gagni að þeirri rannsókn, sem till. þessi ræðir um.

Með því að draga nefndarskipunina svona lengi, þá er sýnilegt, að stjórnarliðið hefir viljað koma í veg fyrir það, að þingið fái að vita hið rétta um það, sem gerist í þeim herbúðum. Með því að neita nú á síðustu stundu um það, að Nd. kjósi 5 manna n., sem unnið gæti að því þann tíma, sem eftir er þingsins, að rannsaka fyrirtæki ríkisins og gera

rökstuddar till. um niðurfærslu á útgjöldum, er stjórnin að innsigla þetta.

Ég skal ekki hafa fleiri orð. Ég ann hæstv. fjmrh. þess naumast að viðhafa slíka aðferð, þótt ég geti unnað sumum hv. flokksmönnum hans þess vel.