01.04.1932
Neðri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í C-deild Alþingistíðinda. (3891)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Frsm. minni hl. (Jóhann Jósefsson):

Ég hefði vænzt þess, að hæstv. forseti fylgdi röðinni á dagskránni og tæki fyrir 4. mál, till. um skipun n. til að gera till. um niðurfærslur á útgjöldum ríkisins. N. sú, sem Ed. hafði samþ. að skipa í þessu skyni, var kosin í dag og með því að hér er um afarmikið nauðsynjamál að ræða, en hinsvegar er séð, að nú er orðið svo áliðið þings, að ekki má draga þessa nefndarskipun, verð ég að fara fram á það, að Hæstv. forseti vilji fylgja réttri röð á dagskránni og taka þetta mál fyrir nú.