01.04.1932
Neðri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í C-deild Alþingistíðinda. (3892)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Forseti (JörB):

Það var ætlun mín að taka þetta mál fyrir í dag, þegar ég útbjó dagskrána, og ég bjóst við, að mér mundi miða svo áfram með dagskrana, að því mundi nú lokið. En ég hafði jafnframt lofað að taka 12. málið fyrir, og mér virðist ekki blása svo byrlega, að það muni takast að koma báðum málunum fram. En ég skal lofa hv. þm. að ég skal taka 4. málið fyrst á dagskrá á morgun, og vona, að hann geti sætt sig við það.