01.04.1932
Neðri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 927 í C-deild Alþingistíðinda. (3896)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Ólafur Thors:

Mér er full alvara með það að óska eftir nafnakalli. Ég vil gjarnan, að það komi skýrt fram, hverjir hv. þm. það eru, sem vilja láta þetta auðvirðilega frv., sem er borið fram af dómsmrh. einungis til þess að hann geti svalað meðfæddri níðskældnisfýsn sinni, ganga fyrir hinu málinu. (Forseti hringir). Forseti hefir undir umr. leyft dómsmrh. að viðhafa þau orð, og ég mun viðhafa þau orð, sem mér sýnist. Mér þykir vel til fallið að það komi í ljós, hverjir það eru, sem vilja lata slíkt frv. ganga fyrir till. eins og þeirri, sem nú er næst á dagskrá, sem allir þdm. vita, að mikið veltur á, hvort samþ. er fyrr eða síðar. Mér er því, full alvara með að óska eftir nafnakalli.