01.04.1932
Neðri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 929 í C-deild Alþingistíðinda. (3913)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Forseti (JörB):

Það er venja að gæta þess, þegar þingfundir eru settir, að þá séu þeir ályktunarfærir. Hitt hefir þrásinnis borið við, eins og hv. þm. G.-K. efalaust kannast við, að þegar umr. standa yfir, þá eru stundum fáir þm. í d. Hitt er annað mál, að engar ályktanir eru löglegar nema fullur helmingur þdm. séu á fundi og taki þátt í atkvgr. Þegar ég gaf hv. þm. G.-K. orðið, þá voru 15 þdm. viðlátnir í d., og nú gef ég hv. þm. orðið enn á ný.