01.04.1932
Neðri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í C-deild Alþingistíðinda. (3935)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Jón Auðunn Jónsson:

Ég kann illa við það, að hæstv. forseti skuli láta hæstv. dómsmrh. fá sig til þess að heita slíku ofbeldi við dm., að þeir fái ekki að tala um þingmál, þegar einhverjir eru til að hlusta á ræður þeirra. Ég skora því ennþá á hæstv. forseta að hringja duglega, og komi enginn, þá að fresta umr.