19.03.1932
Efri deild: 33. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 840 í B-deild Alþingistíðinda. (398)

5. mál, verðtollur

Jón Þorláksson [óyfirl.]:

Það er rétt hjá hæstv. fjmrh., að við, sem látum afstöðu okkar til þessara mála mótast af öðrum þingmálum, höfum sömu aðstöðu seinna og við höfum nú til þess að hafa áhrif á meðferð þessara mala. En ósk okkar um frest á umr. er m. a. fram komin til þess að þurfa ekki á þessu stigi málsins, meðan þau atriði, sem við bíðum eftir, eru ekki kunn, að hefja þær umr., sem annars eru nauðsynlegar við l. umr. En ef hæstv. forseti vill ekki verða við þessari ósk, þá þýðir ekki um þetta að ræða frekar. Hinsvegar tel ég heppilegt eins og sakir standa, að frestað yrði umr. til næsta fundar.