29.02.1932
Neðri deild: 16. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 996 í C-deild Alþingistíðinda. (4002)

40. mál, prestakallasjóður

Flm. (Magnús Jónsson) [óyfirl.]:

Því fer mjög fjarri, að ég sé aths. hv. þm. Dal. mótfallinn, því ég er fullkomlega samþykkur þeim breyt., sem hann vill láta gera frv. Að ég tók þetta ekki upp í frv. í fyrra, stafaði af því, að kirkjuráðið var þá í smíðum og ekki orðið að lögum, og í þetta sinn er hið sama að segja, með því að kirkjuráðið er enn ekki komið á fót. Að sjálfsögðu athugar n. þessar brtt. og flytur þar, ef henni þykir þess þörf. Það er ekki nema rétt, að kirkjuráðið hafi sitt atkv. um ákvörðun sjóðsins. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frekar, en vona, að hv. n. og þingd. taki máli þessu með velvildarhug.