01.03.1932
Neðri deild: 17. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1003 í C-deild Alþingistíðinda. (4015)

51. mál, Menningarsjóður

Jón Auðunn Jónsson:

Sú mun verða raunin á, að erfitt verður að fá fram niðurfærslu á gjöldum ríkissjóðs. Ég er sannfærður um það, að í hvert skipti, sem farið er fram á einhverjar slíkar niðurfærslur, koma fram gegn því mótbárur, og jafnan á einhverjum rökum reistar, eins og eru mótbárur hv. þm. Dal. gegn þessu frv. nú. En það er engu líkara en að hv. þm. Dal. sé það ekki fullkomlega ljóst, þó að fullhátt skelli að vísu í tonnum hans, að nú þarf hér sérstakra ráðstafana við. Ég fæ a. m. k. ekki seð, hvernig hinir örþrota atvinnuvegir landsins eiga að risa undir þeim þau útgjöldum ríkissjóðs, sem nú eru orðin. Á þessu verður að taka hörðum höndum, ef ekki er stefnt beint til ríkisgjaldþrots, og reynt að fleyta landinu sjálfstæðu út úr kreppunni, sem ekki mun minnka hér hjá okkur, þó að heimskreppunni kunni að linna eitthvað, ef ekki eru gerðar til þess sérstakar ráðstafanir, vegna þess, að stj. hefir með fjárbruðli sínu undanfarin ár komið útgjöldunum langt upp yfir það, sem atvinnuvegirnir hola í hverju meðalári.