01.03.1932
Neðri deild: 17. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1004 í C-deild Alþingistíðinda. (4017)

51. mál, Menningarsjóður

Jónas Þorbergsson:

Mér þykir hv. 2 þm. Skagf. ætlast til mikils af mér, ef hann gerir ráð fyrir, að ég sé þess albúinn í sambandi við þetta mál að fara að reifa þær hugmyndir, sem við framsóknarmenn höfum um það, hvernig afla megi ríkissjóði aukinna tekna með breyttu og hagkvæmara fyrirkomulagi á verzlun og viðskiptum. Samkv. skýrslu skattstjórans hér í Rvík um verzlunarkostnað hér á árinu 1930 nemur verzlunarálagningin hér um 14 millj. kr. Er þar að vísu talin með heildsöluálagning á þeim vörum, sem héðan eru seldar út um land, en hinsvegar ekki hagnaður Reykvíkinga af sölu innlendra afurða, sem fullkomlega mun vega upp á móti þessu, því að t. d. hagnaður Reykjavíkurbúa af mjólkinni einni saman mun nem. svo skiptir hundr. þú. kr. Þarf ekki mikla hugkvæmd til að skilja það, að hægt muni að skipa verzluninni í það horf, að ríkissjóður hafi mikinn hagnað af frá því, sem nú er. Er ég reiðubúinn til að reifa þær hugmyndir nánar síðar og eiga um það orðastað við hv. 2. þm. Skagf. sem aðra, og mætti þá enda búast við því, að meiri fróðleikur yrði af slíkum umr. en nú yrði, með betri undirbúningi okkar beggja þar til.