10.05.1932
Sameinað þing: 8. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 295 í D-deild Alþingistíðinda. (4115)

223. mál, viðskiptasamningar við erlend ríki

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Eftir að þessi brtt. er komin fram, þá verð ég að leggja talsverða áherzlu á, að málinu verði vísað til utanríkismálanefndar, því að ég álít, að hér sé um „princip“-atriði að ræða, ef till. eins og þessi yrði samþ., og að það, sem í till. felst, yrði þá skoðað sem stefnumál þingsins, eins og t. d. ívilnanir á tollkjörum Íslendingum til handa. Þar á móti yrðu þá sjálfsagt að koma gagnkvæmar ívilnanir, en þeir, sem þessum málum eru kunnugir, vita, að slíkt getur dregið langan hala á eftir sér. Ég legg því áherzlu á, að till. sé vísað til utanríkismálanefndar.