10.03.1932
Neðri deild: 25. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1124 í C-deild Alþingistíðinda. (4131)

118. mál, húsnæði í Reykjavík

Einar Arnórsson [óyfirl.]:

Ég sé ekki ástæðu til að lengja mikið. þessar umr. á síðasta sumarþingi var svo mikið rætt um þetta frv. yfir höfuð og frá ýmsum hliðum, að ég gæti látið mér nægja að vísa til þess. Það er að vísu góðra gjalda vert, að, hv. flm. þessa frv. hefir nú tekið til greina ýms þeirra atriða, er bæði ég og aðrir af andstæðingum frv. bentum honum á í sumar, að væru óheppileg. Og þó að hann telji, að þau atriði hafi verið lítilsverð, þá geri ég það ekki. En að öllu samantöldu verð ég samt að álíta, að þetta frv. sé ekki annað en lítilfjörleg hrossalækning. Það hefir áður fengizt reynsla fyrir því, að hverskonar hömlur, sem settar hafa verið í þessu efni, hafa ekki náð tilgangi sínum. Jafnvel þó að þetta frv. yrði gert sem bezt úr garði og með sem minnstum agnúum, mundi það ekki hafa almennt gildi eða verka í þá átt, sem ætlað er. Það er alkunnugt bæði hér á landi og erlendis, hversu erfitt er að framfylgja slíkum þvingunarlögum. Ég skal t. d. benda á ákvæði 9. gr. frv., þar sem ætlazt er til, að allir leigusamningar verði lagðir fyrir húsnæðisnefnd innan tiltekins tíma. Það er ákaflega hætt við, að ein húsnæðisnefnd hér í Reykjavík komist ekki yfir að athuga þá svo gagn verði að.

Höfuðandmælin, sem flutt voru gegn þessu frv. á sumarþinginu, auk þess, er ég nú hefi nefnt, voru, að húsagerð mundi minnka í bænum, einstaklingar mundu ekki þora að leggja í byggingar, þegar þeir fengju ekki að ráða til fulls yfir sínum húsum. Um þetta var svo rækilega rætt á sumarþinginu, að ekki er ástæða til að endurtaka það nú.

Það er sjálfsagt rétt hjá hv. flm., að húsaleigan sé sumstaðar of há hér í bænum, en hitt er annað mál, hver ráð eru heppilegust til þess að koma í veg fyrir það og sporna við of hárri leigu. Ég legg áherzlu á það, að hömlur koma þar ekki að neinu gagni, og í öðru lagi vil ég benda á, að það bætir ekki úr vandræðunum, þó að skortur verði á húsnæði. En þær hömlur, sem í frv. eru lagðar á húseignir, gera menn ragari að ráðast í byggingar.

Ég gat þess í byrjun ræðu minnar, að það væri góðra gjalda vert, að hv. flm. hefði gert ýmsar góðar breyt. á frv. frá því að hann flutti það á sumarþinginu. En hann hefir gleymt einu ákvæði í 10. gr. frv., þar sem lóðaleigan er áætluð allt of lagt. Þeir, sem kaupa loðir og þurfa að taka lán með 7–8% vöxtum til að borga þær, og þurfa auk þess að greiða skatta og skyldur af lóðaverðinu, fá með engu móti risið undir þeim kostnaði, ef þeir mega ekki taka í leigu meira en 5a af fasteignamatsverði lóðarinnar. Samkv. síðustu málsgr. 10. gr. er húsnæðisnefnd heimilt að hækka leigumála á húsum upp úr 15 % af matsverði, en mér skilst, að hún sé bundin við sama taxta af lóðaverðinu. Vitanlega geta þeir, sem fylgja frv., lagfært þetta við síðari umr. þess.