23.03.1932
Neðri deild: 36. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1148 í C-deild Alþingistíðinda. (4169)

141. mál, skirteini til vélstjórnar

Frsm. (Guðbrandur Ísberg):

Eins og grg. frv. ber með sér, hefir maður sá, sem hér um ræðir, verið 1. vélstjóri á gufuskipum í 6 ár, og er þetta hið sjöunda. Það er auðsætt, að hann hefir þegar í starfi sínu sem vélstjóri aflað sér þeirrar þekkingar og reynslu í meðferð gufuvéla, sem próf frá vélstjóraskólanum á að tryggja. En auk þess árafjölda, sem hann hefir verið 1. vélstjóri, hafði hann mörg ár áður verið kyndari. Hefir hann þannig í nærfellt 20 ár unnið við gufuvélar, fyrst sem kyndari og aðstoðarmaður og síðustu arin sem vélstjóri. Það er sanngirnismal gagnvart manninum að veita honum þau takmörkuðu vélstjóraréttindi, sem hér er farið fram á, og honum er það fullkomið nauðsynjamál að fá þessi atvinnuréttindi tryggð á umræddan hatt. Og jafnframt því, að manninum sjálfum er þetta nauðsyn, er hér einnig um að ræða nauðsyn þess héraðs, sem hann starfar í. Síðastl. haust strandaði póstskipið „Unnur“, sem annazt hafði póstferðir á Eyjafirði, Skagafirði og Skjálfanda: Þetta skip hafði um skeið notið 14–15 þús. kr. ríkissjóðsstyrks á ári. Um seinustu áramót var styrkur þessi færður niður í 11 þús. kr. Félag það, sem gert hafði „Unni“ út og rekið hana með tapi, þrátt fyrir styrkinn, sá sér ekki fært að reyna að halda ferðunum áfram með nýju skipi, þar sent styrkurinn hafði verið lækkaður. Leit hélzt svo út um tíma, að enginn mundi fast til að taka ferðirnar að sér. En þá tók skipshöfnin á „Unni“ sig saman um að leigja skip á eigin ábyrgð og taka að sér að halda póstferðunum uppi. Skipta þeir á milli sín þeim ágóða, sem þeir fá af skipinu og láta sér hann nægja sem kaup fyrir vinnu sína. þessi. útgerð hefir gengið vel að þessu, en hún byggist á því, að mennirnir, sem samtökin gerðu, geti unnið þarna allir áfram og að þeir verði ekki þvingaðir til þess að fá sér annan vélstjóra, því að það myndi kosta þá að greiða honum fast kaup á kostnað allrar skipshafnarinnar, hvernig sem rekstur skipsins annars bæri sig. Myndi félag þetta þá leysast upp og póstferðirnar og flutningastarfsemin leggjast niður, til mikils tjóns fyrir hlutaðeigandi héruð, ef eigi yrði aukinn styrkurinn úr ríkissjóð til póstferðanna til mikilla muna. Það eru því eindregin tilmæli skipshafnarinnar og íbúa hlutaðeigandi héraða, að Alþingi leggi ekki stein í gotu þeirrar sjálfsbjargarviðleitni, sem hér er að verki. Ég tel það lofsvert fordæmi, sem umrædd skipshöfn hefir gefið með því að leggja meira upp úr fastri atvinnu allt árið en uppsprengdu tímavinnukaupi. Gæti það e. t. v. orðið öðrum, sem líkt stendur á fyrir, holl bending til athugunar og eftirbreytni.

Sjútvn. hefir haft málið til athugunar og leggur til, að frv. verði samþ., og leyfi ég mér því að vænta þess, að hv. d. sjái sér fært að gera það.