20.05.1932
Efri deild: 79. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í B-deild Alþingistíðinda. (418)

5. mál, verðtollur

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Í tilefni af yfirlýsingum þeim, er gefnar hafa verið af hv. 1. landsk. fyrir hönd síns flokks og hv. 2. landsk., vil ég beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að hann, að umr. lokinni, taki mál þetta út og fresti atkvgr. um það.

Sömuleiðis og af sömu ástæðu óska ég þess, að hæstv. forseti taki út af dagskrá 4., 5. og 6. mál (gengisviðauki, bráðabirgðabreyting nokkurra laga og bifreiðaskattur).