16.03.1932
Sameinað þing: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 324 í D-deild Alþingistíðinda. (4190)

91. mál, niðurfærsla á útgjöldum ríkisins

Magnús Guðmundsson:

Ég hjó eftir því, að hæstv. fjmrh. dró það í efa, að þessi till. yrði borin undir atkv., með því að efamál væri, að hún væri í samræmi við þingsköp. Ég tók ekki eftir því, að hann tilnefndi ástæður fyrir því áliti. En ég get varla hugsað mér aðra ástæðu en þá, að hann telji, að síðasta málsgr. till. fari í bága við 35. gr. stjskr. En ef vísa skal till. frá fyrir þá skuld, að embættismenn eða stofnanir ríkisins eiga samkv. till. að láta n. í té nauðsynlegar upplýsingar, þá getur slík frávísun ekki byggzt á öðru en því, að ríkisstj. ætli sér að banna embættismönnum og stofnunum að gefa n. slíkar upplýsingar. Hér er því eingöngu um þá spurningu að ræða, hvort stj. ætlar sér slíkt. Það er vitanlega á valdi hæstv. stj., hvort hún veitir slíkt leyfi, eða hvort hún vill nota vald sitt til að banna þetta. Og ef hún ætlar ekki að banna þetta, þá er vitanlega ekkert því til fyrirstöðu, að till. verði samþ. og framkvæmd.