29.03.1932
Neðri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1162 í C-deild Alþingistíðinda. (4213)

142. mál, skemmtunarskattur og þjóðleikhús

Héðinn Valdimarsson:

Það er ekki margt, sem ég þarf að svara hv. þm. Barð. Það er af sérstakri ástæðu, að við jafnaðarmenn finnur okkur knúða til þess að taka það fram um allan nýjan tekjuauka, að honum skuli varið til ákveðins marks. Fjármálastj. hefir nefnilega verið þannig að undanförnu, að tekjum ríkissjóðs hefir ekki alltaf verið varið til þess, sem þær voru ætlaðar. Ef sett er fast, til hvers hverju einu skuli varið, er verra fyrir stj. að nota féð eftir sínum geðþótta.

Þessi hv. þm. fann mikið til þess, hve ég talaði vitleysislega. Það er von, hann sem alltaf talar svo gáfulega, a. m. k. þegar hann er allsgáður. En því segi ég þetta hér, að hann hefir oft sézt drukkinn hér í þingsalnum, a. m. k. á þinginu í fyrra. (Forseti hringir). Hvað það snertir, að hann hafi verið jafnaðarmaður áður, þá vil ég taka það fram, að hann var a. m. k. skráður hér sem meðlimur í einu jafnaðarmannafélagi í bænum.

Hvort hann hefir ekkert meint með því, get ég ekkert um sagt.