15.03.1932
Neðri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1164 í C-deild Alþingistíðinda. (4226)

149. mál, verðhækkunarskattur

Flm. (Halldór Stefánsson):

Eins og getið er um í upphafi grg. afgreiddi meiri hl. mþn. í tolla- og skattamálum þær till., sem í þessu frv. felast, til ríkisstj. Einn nm., hv. 2. þm. Skagf., varð okkur hinum ekki sammála. Nú hefir hæstv. stj. ekki tekið þessar till. okkar upp, og því berum við þær nú fram á Alþ.

Eins og kunnugt er, hafa fasteignir hækkað mjög í verði hér á landi. Á síðustu tímum, af ýmsum ástæðum. Ef verið hefðu í l. ákvæði eins og þau, sem stungið er upp á í frv., hefði á undanförnum árum safnazt allmikið fé til almennra þarfa á réttlátan hátt.

Verðhækkun á fasteignum verður af mismunandi ástæðum, og verður að gera greinarmun á, hvaða verðhækkun er rétt að skattleggja og hverja ekki. Sú verðhækkun, sem orðið hefir fyrir eigin aðgerðir eiganda eignarinnar, er ekki rétt að skattleggja. En verðhækkunin stafar oft að miklu leyti af orsökum, sem eigandinn á engan þátt í, m. a. af því, að hið opinbera leggur fram fé eða einhverskonar aðstoð til umbóta í nánd við eignina, eða á annan hátt aðeins fyrir rás viðburðanna.

Ef t. d. opinbert fé er lagt til umbóta eða framkvæmda á einhverjum stað, leiðir það til þess, að fólki fjölgar þar; við það vex eftirspurnin eftir húseignum og landi í grenndinni, og skapar það verðhækkun fasteigna á þeim stað. Slík verðhækkun er það, sem við flm. teljum, að eigi að skattleggja.

Menn hafa sjálfsagt tekið eftir því, að í frv. er ekki gert ráð fyrir, að skattur þessi renni beint í ríkissjóð, heldur er ætlazt til, að hann skiptist til helminga milli eins allsherjarsjóðs, sem sé eign ríkisins, og þeirra sveitarfélaga, þar sem skatturinn fellur á.

Tilgang sjóðsins hugsum við okkur þann, að honum sé varið til þess að styðja að því, að fasteignir geti komizt aftur í eigu hins opinbera. Við flm. erum sammála um, að það hafi ekki reynzt að vera spor í rétta átt, þegar heimilað var að selja fasteignir hins opinbera, þjóðjarðir og kirkjujarðir. Ég segi ekki, að sá tilgangur, sem lá bak við þá ákvörðun, hafi verið rangur. En reynslan hefir sýnt, að sala jarðanna hefir ekki náð þeim góða tilgangi, sem henni var ætlað að ná.

Samkv. þessari skoðun okkar höfum við einnig borið fram frv. um að nema úr lögum leyfið til að selja opinberar eignir. Jafnframt höfum við borið fram þál. um, að skorað sé á stj., að hún lati undirbita og beri fram frv. um ábúð á jörðum hins opinbera. Ætlumst við til, að ábúendum verði tryggt, að þeir og þeirra afkomendur njóti aðgerða sinna og umbóta á jörðunum betur en nú er eftir ábúðarlögunum.

Ég hygg, að ekki sé þörf á að rekja þetta mál frekar nú við 1. umr. Ég leyfi mér að gera ráð fyrir, að frv. fái að ganga til n. Við 2. umr. verður þá réttur vettvangur til að ræða einstök atriði frv. og þær aths., sem við það kunna að verða gerðar.