02.05.1932
Neðri deild: 65. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 354 í D-deild Alþingistíðinda. (4234)

150. mál, landvist erlendra hljómlistarmanna og um skemmtanaleyfi til handa úlendingum

Flm. (Pétur Ottesen):

Ég mun að sjálfsögðu ekki beita mér gegn því, að málið fari í n.

Út af ræðu hæstv. forsrh. vil ég geta þess, að ég hefi í höndum eftirrit af bréfi frá Félagi ísl. hljómlistarmanna til ríkisstjórnarinnar, þar sem gerð er fyrirspurn um það, hvort atvinnuleyfi erlendra hljómlistarmanna sé ekki eingöngu bundið við þau veitingahús, sem þeir hafa fengið leyfi til að spila i, því að ef svo er, hafa þeir gerzt margbrotlegir með því að spila við önnur tækifæri á ýmsum öðrum stöðum. Mér þykir vænt um að heyra á hæstv. forsrh., að hann muni taka málið til athugunar, þegar leyfin eru útrunnin, enda tel ég sjálfsagt, að innlendir listamenn séu látnir sitja fyrir, og því fremur sem hér er hljómlistarskóli, sem studdur er af hinu opinbera.