19.03.1932
Neðri deild: 33. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1181 í C-deild Alþingistíðinda. (4245)

149. mál, verðhækkunarskattur

Magnús Guðmundsson:

Ég vildi aðeins taka undir það, sem hv. þm. N.-Ísf. sagði, að matið, sem framkvæmt var 1916–20, var ekki miðað við þá verðhækkun, sem þá var orðin. Búizt var við, að verðlag myndi lækka aftur eftir stríðsárin, bæði jarðaverð og annað. En reyndin varð önnur. Jarða- og lóðaverð hefir mjög lítið lækkað í verði, og af því leiðir, að þótt farið sé eftir matinu frá 1916–1920, kemur mikið af þeirri verðhækkun, sem þá var komin, ekki fram í matinu, en kemur þó fram í verðhækkunarskattinum, verði þetta frv. að lögum.

Mér er ekki ljóst, hvernig á að finna það í hverju einstöku tilfelli, hvort salan sé tilbúin, gerð til þess að láta verðið líta lágt út, eða þá raunveruleg. Ég hefi fyrir mitt leyti sannfærzt um það, að illmögulegt sé að finna sanngjarna reglu í þessum efnum.