27.04.1932
Neðri deild: 61. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1182 í C-deild Alþingistíðinda. (4252)

149. mál, verðhækkunarskattur

Frsm. meiri hl. (Halldór Stefánsson):

Meiri hl. fjhn. fellst á frv. Þetta í öllum höfuðatriðum, en ber þó fram 2 brtt. Við 1. umr. kom fram aths. um það, að 4. gr. væri ekki nægilega skýr, til þess er tvímælalaust væri, að framkvæmd laganna yrði sú, sem til væri ætlazt. Í 1. brtt. er tekið tillit til þessa og greinin orðuð svo skýlaust, að enginn vafi getur leikið á, hvernig eigi að skilja hana. Í 2. brtt. felst aðeins orðabreyt. Minni hl. n. mun gera grein fyrir sinni afstöðu og mun ég geyma mér að ræða ágreiningsatriði, unz svo hefir verið gert.