29.03.1932
Neðri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1207 í C-deild Alþingistíðinda. (4330)

154. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Ólafur Thors:

Það hefir borið allmjög á því nú hin síðari ár, að stjórnarflokkurinn hefir lagt mikla áherzlu á að ná völdum yfir peningamálum landsins. Á þinginu 1928 stóð hörð deila um Landsbankann. Stjórnarflokkurinn bar þá fram breyt. á landsbankalögunum, sem beinlínis voru til þess að ná óskiptum völdum yfir bankanum. Það fór heldur ekkert dult, að breytingarnar voru til þess gerðar, því að hv. 2. þm. Árn., sem er eindreginn Framsóknarflokksmaður, lysti því yfir á fundi austur í Árnessýslu. Eftir að Framsóknarfl. náði yfirráðum yfir Landsbankanum má segja, að atvikin hafi hagað því svo, að hann fékk einnig yfirráðin yfir öðrum aðalpeningastofnunum landsins, Búnaðarbankanum og Útvegsbankanum. Það lítur því alls ekki vel út, þegar Framsóknarfl. er búinn að ná yfirráðum yfir þessum peningastofnunum með lagafyrirmælum, sem orkar tvímælis, hvort ekki stafar voði af, þá skuli einn af þm. flokksins flytja frv. um að afnema allt eftirlit með þessum stofnunum. Þetta litur a. m. k. mjög illa út. Ég vil þó ekki segja, að það vaki fyrir hv. flm. með þessu að tryggja það, að Framsóknarfl. geti með meirihlutavaldi ráðið öllu og noti sér yfirráð sín til þess að þing fái sem minnst að vita um þau málefni, sem hana varða.

Hv. flm. færði engin rök fyrir þeirri fullyrðingu sinni, að þetta starf hefði ekki orðið að neinu gagni. Ég veit einmitt, að þegar eitthvað hefir komið fyrir í okkar bankamálum, sem hefir krafizt skjótrar úrlausnar, þá hefir verið kallað til bankaeftirlitsmannsins og heimtaðar af honum skýrslur og hann latinn framkvæma mat. Ríkisstj. hefir því ekki eingöngu séð, að starfið var nauðsynlegt, heldur líka sýnt það í verki, með því að færa sér það í nyt.

En starfssvið þessa manns er miklu stærra en það að líta eftir starfsemi aðalbankanna. Hann hefir líka eftirlit með útibúum þeirra og öllum sparisjóðum í landinu. Ég hygg, að það sé ekki ofmælt, þótt sagt sé, að hann sé gerkunnugur starfsemi allra sparisjóða í landinu.

Það kom ljóslega fram í ræðu hv. flm., að þetta væri ekki borið fram í sparnaðar skyni. Hann tók það fram, eins og rétt var, að afnam þessa starfs væri ekki til sparnaðar fyrir ríkissjóð, heldur þá aðeins fyrir bankana. Vildi hann svo láta n. leita álits þeirra um þetta frv. En ég verð nú að segja það, að það er ekki eðlilegt, að þeir óski frekar eftirlitsmanns heldur en þjófurinn óskar eftir logreglu. — Með þessari samlíkingu er ég þó ekki að bera þessum mönnum neitt ljótt á brýn. Ég tók hana bara til þess að sýna, að það yrði ekki eðlilegt, að þeir óskuðu eftir þessu eftirliti. Þetta starf er sett vegna hagsmuna almennings. Það er til að tryggja og vernda hagsmuni hans, að óháður maður bönkunum viti jafnan um hag þeirra og geti gefið upplýsingar, þegar óskað er eftir því. Ég held því, að engin ástæða sé til þess fyrir hv. deild að samþ. þetta frv. Ef það eitt vakir fyrir hv. flm. að spara, þá er hægt að hitta fyrir verðugri stað. Það mætti t. d. leggja niður útvarpsstjóraembættið og sameina það dýravarðarembættinu þar. því gegnir núi menntaður maður, Halldór Kiljan Laxness. Ef hv. flm. kemur fram með till. um það, þá mun ég máske taka höndum saman við hann, líkt og sagt er, að ég hafi gert við Héðin Valdimarsson í fyrra.