29.03.1932
Neðri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1234 í C-deild Alþingistíðinda. (4361)

154. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Sveinbjörn Högnason:

Ég býst nú ekki við, að hv. þm. G.-K. hafi ætlað að fara að lofa mig, en eins og ég hefi þegar sagt, hlýtur skökk ályktun að leiða af skakkri forsendu, ef röksemdafærsla er rétt. Ummæli hans eru því lof, en ekki last.