31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1236 í C-deild Alþingistíðinda. (4390)

155. mál, jarðræktarlög

Jón Baldvinsson:

Af því að nú er mikil sparnaðáröld, þá er rétt að koma fram með eina spurningu áður en málið gengur til n. Ég vildi því spyrja hæstv. stj., hvaða kostnað hún telur leiða af samþykkt þessa frv. Er fróðlegt að vita fyrirfram um útgjöld ríkissjóðs vegna þess. ég vildi mælast til, að hæstv. dómsmrh. vildi svara þessu, en ef hann er vanbúinn til þess, að sú hv. n., sem fær málið til meðferðar, gefi svör við þessari spurningu við 2. umr.