06.04.1932
Neðri deild: 44. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1240 í C-deild Alþingistíðinda. (4423)

162. mál, sala þjóðjarða og kirkjugarða

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það eru aðeins örfá orð í sambandi við þetta frv. Ekki fyrst og fremst vegna þess, að ég er frv. andstæður, heldur til þess að mótmæla þeirri skoðun, sem fram kemur í grg. frv. Hv. flm. segja þar um lögin um sölu þjóðjarða og kirkjujarða, með leyfi hæstv. forseta: „Orkar það vart tvímælis lengur, að lagasetning þessi hefir orðið til hins mesta ógagns“. ég er þessari skoðun gersamlega andstæður. Ég lit svo á, að sú ráðstöfun þingsins að koma jörðum hins opinbera yfir á hendur ábúendanna með sæmilegum kjörum hafi orðið landbúnaðinum hin mesta lyftistöng. Ég álit, að það hafi verið rétt spor og að það hafi orðið þjóðinni farsælt. Þess vegna mun ég greiða atkv. á móti þessu frv., og ég býst ekki við, að það hafi það fylgi hér á þinginu, að það hafi þýðingu að láta það ganga til 2. umr. Það, sem Alþ. á nú að gera, er að afgr. frv. Það til ábúðarlaga, sem hv. landbn. þessarar d. hefir til meðferðar, samþykkja það í aðaldráttum eins og það liggur fyrir hjá n. nú. Ég legg áherzlu á, að það frv. verði samþ. vegna þess, að við þurfum að fá ábúðarlög, sem ásamt 1. um sölu þjóðjarða stuðla að því, að sem flestar jarðir verði í sjálfsábúð.