22.03.1932
Neðri deild: 35. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1314 í C-deild Alþingistíðinda. (4458)

180. mál, virkjun Efra-Sogsins

Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Ég ætla að segja aðeins mjög lítið við þessa 1. umr., í því trausti, að umr. verði ekki um frv. á þessum fundi, en að hv. d. afgr. það til nefndar.

Þetta frv. hefir verið til umr. á tveimur síðustu þingum og hefir valdið allmiklum ágreiningi. Ég skal taka það fram, að fyrir Reykjavík og suðvesturlandsundirlendið er hin sama þörf og nauðsyn á lausn þessa máls og verið hefir. Og það hefir ekki verið fundin önnur leið í þessu efni en sit, er felst í þessu frv. um virkjun Efra-Sogsins, og því er frv. nú flutt óbreytt frá því, sem það var á tveimur síðustu þingum. Ég vil þó sérstaklega geta eins, er gerzt hefir í málinu síðan í sumar, að við rannsókn,, er framkvæmd hefir verið um kostnaðarhlið verksins, hefir það komið í ljós, að framkvæmd þess verður allmiklu ódýrari en ætlað var í fyrstu. Mun það sennilega muna um 2–3 millj. kr., sem kostnaðurinn ætti að verða minni. En þetta gerir það að verkum, að málið lítur miklu öðruvísi út en áður. — Vil ég svo óska, að málinu verði án frekari umr. vísað til 2. umr. og allshn.