15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1320 í C-deild Alþingistíðinda. (4498)

222. mál, útflutningsgjald af síld o. fl.

Ólafur Thors:

Það er aðeins örstutt aths. Ég var með því, að fyrra málinu væri vísað til sjútvn:, og mig undrar það, að form. sjútvn., sem sérstaklega ætti að bera hag sjávarútvegsins fyrir brjósti, skuli banda hendinni á móti, að hann fái í sinn opna faðm frv., sem veit að því að létta okurgjöldum af sjávaraútveginum og reyni að beina því til annars aðila, sem ekki, er eins líklegur til að taka eins vinsamlega á móti því. Ég tel rétt, að þetta mál fari sömu leið og hitt frv. og mun því greiða atkv. með því, að það fari til fjhn., þótt ég hefði viljað, að bæði málin hefðu farið til sjútvn.