11.04.1932
Efri deild: 48. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1338 í C-deild Alþingistíðinda. (4516)

225. mál, mjólk og mjókurafurðir

Jakob Möller [óyfirl.]:

Þetta frv. kemur frá Nd. Það er víst ekki síður hér að hefja miklar umr. um slík frv., en ég vil þó skila því til hv. d., að á síðasta bæjarstjórnarfundi í Rvík voru samþ. tilmæli um það, að bæjarstj. fengi málið til athugunar áður en þingið afgr. það. Í frv. er gengið mjög nærri Rvíkurbæ sérstaklega, en raunar líka öllum kaupstöðum landsins. En það er vitanlegt, að frv. er aðallega stílað gegn Rvík, og er tilætlunin að taka umráðin algerlega af stjórnarvöldum bæjarins, en fá þau í hendur mjólkurframleiðendum utanbæjar. Fer ég ekki nánar út í það, en vona, að hv. landbn. verði við ósk bæjarstj. um það að láta hana fá frv. til athugunar og umsagnar.