08.04.1932
Neðri deild: 46. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 224 í B-deild Alþingistíðinda. (47)

1. mál, fjárlög 1933

Jón Ólafsson:

Við þm. Rang. eigum hér nokkrar till., og eru sumar þeirra við þennan kafla.

Sú fyrsta er að veita frú Sigríði Kjartansdóttur 3000 kr. vegna sjúkleika manns hennar, síra Jakobs Ó. Lárussonar. Á síðasta þingi bárum við fram till. um sama efni, um 5000 kr. Var henni tekið vel. Nú höfum við gerzt kröfuminni og ekki farið fram á nema 3000 kr. Ástæðan til þess, að við höfum ekki gerzt kröfuharðari er sú, að okkur þykir þröngt í búi ríkissjóðs og erfitt um að sækja þangað styrk. En hinsvegar er þess að gæta, að hér er um mikla þörf og miskunarverk að ræða. En í sambandi við þessa fjarbeiðni getum við sagt þær góðu fréttir hér í d., að heilsufar sr. Jakobs b. Lárussonar er nú á góðum batavegi. Eru því líkur til, að ekki þurfi að koma með slíka fjárbón hingað aftur. Þess vil ég og geta, að við þm. Rang. erum ekki einir um að æskja þess, að þessi styrkur verði veittur. Öll sveitin hefir á fundi, þar sem flest sóknarbörn síra Jakobs voru saman komin, skorað einróma á okkur þm. sína, að við beittum okkur fyrir því, að Holtsprestakalli verði haldið í sama horfi og síra Jakobi veittur sjúkrastyrkur. Skal ég með leyfi hæstv. fors., lesa upp fundarályktun þaðan:

„Fundurinn felur þm. sínum að vinna að því, að jafnframt því, sem Holtsprestakalli sé séð fyrir nauðsynlegri prestsþjónustu í sama horfi og verið hefir, þá fái sóknarpresturinn, sr. Jakob Ó Lárusson, að halda launum sínum, og að honum sé áfram veittur sjúkrastyrkur af opinberu fé. Till. var samþ. með öllum greiddum atkv.“ — Þarna kom greinilega fram, að hann og fólk hans nýtur mikilla vinsælda og að sóknarbörn hans vilja allt til vinna, að hann fái heilsu aftur og haldi brauðinu. Og nú er von um, að hann geti við því tekið innan eigi langs tíma. Ég vona nú, að þegar hv. dm. verða varir hins mikla áhuga, er fram kemur frá sóknarbörnum síra Jakobs, þá verði þeir vel við ósk þeirra og samþ. þessa till. Frá mínu sjónarmiði er hér um hið mesta miskunnarverk að ræða, að liðsinna þessu heimili, sem á við hið þunga bol heilsuleysisins að stríða.

Þá er V. brtt. á þskj. 334, og XI. brtt. á sama þskj., sem eiga saman. Þær eru um það, að þakka vegatillag til Holtavörðuheiðarvegar um 10 þús. kr., og að samsvarandi upphæð gangi til Fjallabaksvegar í Landsveit. Ég verð að segja það, að við gerum ekki þessar till. algerlega að ástæðulausu. Í till. sínum um skiptingu vegafjárins hefir hv. fjvn. ekki ætlazt til, að unnið væri fyrir eina einustu kr. í Rangárvallasýslu. Engin sýsla mun heldur hafa orðið meira útundan um vegagerðir undanfarin ár. Þeir, sem kunna að efast um, að þetta sé rétt, ættu að líta þangað austur. Það hefir að vísu verið lagður vegur yfir Hvolsvöll og austur undir Stórólfshvol, en á þeirri leið hafa þó verið skilin eftir höft, sem kosta mundi 10 þús. kr. að fullgera, og þau eru tíðast ófær frá veturnóttum og fram á sumar. Í febr. man. s. l. voru þau alveg ófær, þangað til þornaði um, þá mátti slarka yfir þau.

Fjallbaksvegur, sem liggur yfir landhrepp, er svo, að sá hreppur er útilokaður frá öllum samgöngum við Reykjavík yfir vetrarmánuðina, nema þá helzt á hjarni, og þegar klaki er í jörð og snjólaust. Við þetta á nú heill hreppur að búa, og stendur þetta honum mjög fyrir þrifum, eins og gefur að skilja, þar sem kostur er góðs markaðar hér í Reykjavík, sem ekki er hægt að nota, þegar ekki er hægt að koma afurðum frá sér. — Við leggjum því til, að veittar verði 10 þús. kr. til þessa vegar og að þær verði teknar af því fé, sem fjvn. ætlar til Holtavörðuheiðarvegar. Okkur þykir mikið, að af ekki hærri upphæð en lögð er til nýbygginga vega alls skuli eiga að verja 50 þús. kr. til þessa vegar. Stingur það mjög í stúf við aðrar framkvæmdir. Ég skal viðurkenna, að sá vegur er ekki í góðu lagi, en eftir honum er ekki um neinn afurðaflutning að ræða, svo að fyrir bændur er það ekkert höfuðatriði, að honum sé fljótt svo mjög. Yfir Holtavörðuheiði gengur líka snjóbíll á vetrum, svo að samgöngur yfir hana geta ekki heitið slæmar, þótt ekki sé hrúgað þangað miklu fé. Það kemur að minnsta kosti ekki framleiðslu bænda að neinni sök, þótt ekki verði unnið mjög mikið þar stunarið 1933. En í ýmsum héruðum, þar á meðal í Rangarvallasýslu, er svo ástatt, að ekki er hægt að koma frá sér framleiðslunni kvalalaust nema svo sem 3 mánuði ársins. En með tiltölulega lítilli endurbót, svo sem er í Landsveit, og ég hefi nú lýst, mætti koma frá sér framleiðslunni nærfellt allt árið.

Ég er þá kominn að síðari kaflanum og mun því ekki mæla fleira að sinni.