15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 924 í B-deild Alþingistíðinda. (475)

7. mál, lax- og silungsveiði

Hannes Jónsson:

Ég get ekki annað séð en að það hafi verið ásetningur hv þm. Dal. að koma seint með brtt., svo að víst væri, að landbn. gæti ekki verið búin að athuga hana áður en til umr. kæmi. Er þetta fyrirhyggja hjá honum, og er líklegt, að hann hafi eitthvað í bakhöndinni, þegar málið á að koma á dagskrá aftur, eftir því sem ráða má af hótun hans um málþóf. Vil ég benda honum á, að það er til aðferð til að stinga upp í hv. þm., ef hann beitir málþófi, þ. e. að skera niður umr. Hefir hann sjálfur verið þátttakandi í því að beita slíkri ráðstöfun.