15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í B-deild Alþingistíðinda. (485)

7. mál, lax- og silungsveiði

Jónas Þorbergsson:

Ég þarf ekki miklu að svara hv. þm. V.-Húnv. — ég veit ekki betur en að sú sé þingvenja um starfsháttu þm., að þeir taki frv. til athugunar, þegar þau hafa verið prentuð eftir hverja umr., og að þeim sé gefinn kostur á að bera fram þær brtt., sem þeir óska eftir að bera fram, en mér vannst ekki tími til að koma með brtt. mínar fyrr en raun var á, og kemur enda oft fyrir, að þm. beri fram skriflegar brtt., án þess að nokkuð þyki við það að athuga. þessar aðfinnslur hv. þm V.-Húnv. eru því ekki annað en hótfyndni og jafnvel getsakir um undirhyggju af minni hálfu, og er þó nær að álíta, að einhver undirhyggja búi á bak við þessa sjúklegu áfergju hv. þ.m. V.-Húnv. sjálfs til að reka mál þetta með offorsi í gegnum deildina.