08.04.1932
Neðri deild: 46. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í B-deild Alþingistíðinda. (56)

1. mál, fjárlög 1933

Frsm. samgmn. (Jón A. Jónsson):

Samgmn. hefir gert till. til hækkunar á styrk til flóabátaferða fyrir árið 1933. Nál. er í prentun, en því mun verða útbýtt áður en til atkvgr. kemur. Samgmn. var á einu máli um það, að draga bæri sem mest úr útgjöldum ríkissjóðs, og taldi það skyldu sína og þingsins að stuðla að því. En að má segja, að n. átti þarna erfitt verkefni að leysa, því að þessir styrkir höfðu áður verið skornir mjög við neglur og ýms, einkum sum hin stærri batafélög, svo illa stödd, að ekki er sjáanlegt, að þau geti haldið ferðum uppi næsta ar, ef verulega er dregið úr styrk frá ríkissjóði. En þörfin er hinsvegar brýn fyrir þessar ferðir, það eru svo að segja taflslok fyrir atvinnuvegi viðkomandi héraða, ef ferðunum verður ekki haldið uppi. Þessu til sönnunar skal það nefnt, að halli á rekstri þessara báta hefir orðið árið 1931, sem hér segir: Djúpbatsins .............. kr. 18713.04 Flateyjarbátsins:......... – 5385.09 Skaftfellings .............. – 1615.43

Er þó eigi fyrning með talin. Fjárhagur þessara báta er svo þröngur, að þeir eiga langt frá því fyrir skuldum: Svo er það með Djúpbátinn. Þótt allt hans hlutafé sé afskrifað, sem sjálfsagt virðist, þar sem það er tapað, hvort sem er, þá vantar þó yfir 20 þús. kr. til þess, að það félag sem að bátnum stendur, eigi fyrir skuldum.

Auk þess hafa Ísafjarðarsýslur og Ísafjarðarkaupstaður tekið að sér skuldir fyrir Djúpbátinn frá fyrri tíð, svo tugum þúsunda nemur. Flateyjarbáturinn er einnig búinn að tapa meiru en hlutafénu.

Samgmn. hefir nú ekki séð sér fært að lækka við þá báta, sem þannig eru staddir, hún leggur til, að lækkaður sé styrkurinn til ýmissa annara, svo sem til „Suðurlands“, sem bezta aðstöðu hefir um fólk og flutning, og auk þess stutt svæði yfirferðar. Eftir afkomu síðasta árs virtist n. fært að lækka nokkuð á því. Samgmn. sá sár hinsvegar ekki fært að lækka svo, að þessar ferðir legðust niður og ekki yrði haldið uppi póstflutningi um þá staði, sem bátar hafa til yfirferðar. T. d. mundi póstflutningur um N.-Ísafjarðarsýslu ekki kosta minna en 10-12 þús. kr. Styrkur sá, sem nú er ætlaður til flóabátaferða í fjárl. yfirstandandi árs er 91 þús. kr. Samgmn. leggur til, að hann verði mesta ár 76600 kr., eða um 16% lækkun. Það er algerlega víst, að meiri lækkun er óvarleg, og mundi sýnilega leiða til þess, að ferðunum yrði ekki haldið uppi.

Samgmn. hefir viljað verða við óskum Grímseyinga um að veita heim sérstakan styrk til að halda uppi ferðum milli eyjar og lands, en leggur hinsvegar til, að Eyjafjarðarbát sé ekki skylt að hafa fleiri en fimm áætlunarferðir til eyjarinnar. Viðskipti Grímseyinga eru nú mest við Húsavík, og er þeim því nauðsyn á samgöngum þangað.

Samgmn. hefir engar brtt. gert um tilhögun strandferðanna. Síðan ríkisstj. setti þau mál undir sérstaka stjórn, hefir ekkert til kasta samgmn. komið, hvorki um áætlun né tilhögun strandferðanna. Stj. hefir því ein öllu ráðið. Efast ég þó um, að það sé heppilegt fyrirkomulag, því að oft hafa einstakir nefndarmenn viljað koma þar á breytingum til hagsbóta fyrir einstök héruð, og n. hefir samræmt ferðir héraða á milli. Og venjulega hefir verið hægt að taka tillit til óska einstakra héraða, án þess að í bága kæmi fyrir áætlun skipanna.

Ég hefi þá ekki meira að segja. — Vona, að fjvn. standi ekki á móti þeirri hækkun, sem n. leggur til, að verði gerið frá frv. Minna verður að áliti n. ekki hægt að komast af með. Máske koma og brtt. frá einstökum hv. þm. um hækkun. En ég hygg, að mér sé óhætt að segja, að samgmn. mun öll standa móti þeim.