20.04.1932
Efri deild: 56. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1020 í B-deild Alþingistíðinda. (561)

12. mál, vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil aðeins leyfa mér að þakka hv. samgmn. fyrir afgreiðslu þessa máls.

Ég vil geta þess út af brtt. n., að í hv. Nd. kom fram brtt. í þá átt, að lántökuheimildin gæti náð til allra þeirra framkvæmda, sem gert er ráð fyrir, að komið gæti til samkv. 1. gr. þessa frv. En það var lögð áherzla á það af miklum meiri hl. þeirrar d., að lánsheimildin væri aðeins bundin við sjálfar samgöngubæturnar. Af því að ég veit, að þetta atriði getur ráðið úrslitum málsins í hv. Nd., vil ég leggja áherzlu á það, að hér er aðeins að ræða um lánsheimild til hinna eiginlegu samgöngubóta, en ekki til þeirra annara mannvirkja og fyrirhleðslna, sem gert er ráð fyrir, að komi til síðar og getið er um í 1. gr. frv. Ég fyrir mitt leyti lít svo á, að þar sé um svo stórt og vandasamt mál að ræða, að leita þurfi til þingsins aftur áður en að farið er á stað með það. En hinsvegar geri ég ekki ráð fyrir, að það valdi ágreiningi milli d., þó að lánsheimildin sé færð það út, að hún nái til brúargerðar yfir Markarfljót og þeirra fyrirhleðslna, sem nauðsynlegar eru til þess að leysa samgöngumálið, en ekki til annars. Og þannig skil ég lánsheimildina og brtt. n.