20.04.1932
Efri deild: 56. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1021 í B-deild Alþingistíðinda. (563)

12. mál, vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Jón Jónsson:

Ég býst við, að frv. það, sem hér liggur fyrir, hafi allmikinn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð. Með ákvæði 10. gr. er ríkisstj. heimilað að taka lán til þeirra framkvæmda, sem taldar eru í 1. og 2. lið 1. gr., og er ríkissjóði þar með bundinn nokkuð hungur baggi. Finnst mér gengið alllangt á móti þörfum Rangæinga með frv., þótt ekki sé bætt inn í það lánsheimild til þeirra framkvæmda, sem taldar eru í 3. og 4. lið 1. gr., eins og samgmn. leggur til. Með því móti finnst mér Rangárvallasýslu gert hærra undir höfði en öðrum héruðum, sem þurfa að bíða eftir að fá sínar brýr þangað til fé er veitt til þeirra í fjárlögum. Ég sé mér því ekki fært að ganga lengra en það, að greiða atkv. með frv. óbreyttu eins og það liggur mi fyrir. Er það sérstaklega með tilliti til hinna örðugu tíma, sem yfir standa nú, að mér finnst ekki rétt að hvetja til meiri lántaka en brýnasta nauðsyn er á. Mun ég því greiða atkv. á móti brtt. hv. samgmn.