07.04.1932
Neðri deild: 45. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1035 í B-deild Alþingistíðinda. (594)

13. mál, vegur frá Lækjarbotnum austur í Ölfus

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Um þetta gildir önnur hliðstæðstaðreynd, sem sé sú, að það er ómögulegt fyrir nútíðina að binda hendur þingsins um það, hvað það geri í framtíðinni, eða fulltrúa héraðanna fyrir austan um það, hvaða kröfur þeir megi gera síðar fyrir hönd sinna héraða, eða vilji láta þingið gera. Það er að ég eins með þetta eins og — svo ég taki dæmi — þegar Lagarfljótsbrúin var byggð. Engum manni dátt þá í hug að fara fram á það, að engin önnur brú yrði byggð á það í Fljótsdalshéraði. Það, sem hér liggur fyrir að greiða atkv. um, er ekki það, hvað menn kunni að gera í þessum málum einhverntíma í framtíðinni, heldur það, hvort eigi að afgreiða málið á þessum grundvelli nú, og við því segi ég hiklaust já. Ég held, að með þessu frv. sé verið að leysa nú á viðunanlegan hátt úr hinni brýnu þörf héraðanna fyrir austan fjall fyrir bættar samgöngur, sem muni duga þeim um langan tíma.