08.04.1932
Neðri deild: 46. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 253 í B-deild Alþingistíðinda. (60)

1. mál, fjárlög 1933

Frsm. síðari kafla (Ingólfur Bjarnarson):

Þær till. fjvn., sem ég þarf að mæla fyrir við þennan síðari kafla fjárl.frv., hníga flestar á eina leið. Þær eru allar, svo að segja, mótaðar af þeirri nauðsyn, sem n. taldi vera á því að þrýsta niður útgjöldum ríkissjóðs. Sú nauðsyn hefir skapazt af yfirstandandi fjárhagskreppu. En af því, að hv. frsm. fyrri hl. frv. for nokkuð inn á það efni í ræðu sinni, há get ég sleppt því að mestu. En til þess þó að bregða nokkurri birtu yfir starf fjvn., vil ég benda á, að till. hennar til lækkunar á útgjöldum skv. fjárl.frv. nema samtals 323 þús. kr., en till. til hækkunar aðeins 17 þús. kr., og meiri hl. af þeirri upphæð er einungis tilfærslur á liðum í frv. eða á milli útgjaldaliða. Ég skal þá víkja lítilsháttar að einstökum brtt. n., en get verið mjög fáorður, bæði af því, að rökin fyrir þeim eru mjög áþekk, og eins af hinu, að þeim hefir verið lýst í nál., sem ég geri ráð fyrir, að hv. þdm. sé kunnugt, og leyfi ég mér því að vísa til þess.

Þá liggur hér fyrst fyrir 31. brtt. n. á þskj. 257, við 14. gr. Þar leggur n. til, að felldur verði niður úr frv. styrkur til fræðslumálarits, sem um nokkur undanfarin ár hefir verið í fjárl. Ég skal geta þess, að engin beiðni hefir legið fyrir um þennan styrk og engin skýrsla verið um það gefin, hvernig hann hafi verið notaður. Annars er það ekki sérstakt um þennan lið, því að það vantar yfirleitt algerlega skýrslur um, hvernig varið hafi verið því fé, sem veitt var til ýmissa fyrirtækja og framkvæmda. Hefði þó verið eðlilegt, að gerð væri grein fyrir því í hvert sinn. Till. n. er þó ekki byggð þessu, heldur á almennri sparnaðarþörf.

Þá er 32. till. n., um að lækka fjárveitinguna til stundakennslu við menntaskólann úr 12 þús. kr. niður í 7 þús. Þess má geta til skýringar, að föstum kennurum hefir fjölgað þar til stórra muna undanfarið, en hinsvegar hefir kostnaður við stundakennslu mikið lækkað, og n. telur gerlegt að lækka hann enn meira, eða niður í 7000 kr., og byggir hún það fyrst og fremst á því, að aðsóknin að skólanum fari minnkandi vegna fjárhagsörðugleika fólksins, og í öðru lagi á því, að sjálfsagt er að gera ráð fyrir, að kaup fyrir stundakennslu lækki samfara lækkun á dýrtíðaruppbótinni og þeirri launalækkun starfsmanna ríkisins, er laun taka utan launalaganna, sem fyrirskipuð var um síðustu áramót. Ennfremur studdist n. við skýrslu frá rektor menntaskólans, sem leiddi það í ljós, að sumir kennarar kenna aðeins fáar stundir á viku, og mætti sýnilega breyta, þannig að stundakennslan minnkaði. Rektor taldi líklegt, að þessi till. n. gæti staðizt. Jafnframt þessu vil ég benda á, að n. ber fram nokkrar aðrar samskonar till. til lækkunar á styrk til stundakennslu við aðra ríkisskóla, og eru þær á sömu rökum byggðar; sé ég því ekki ástæðu til að gera frekari grein fyrir þeim.

33. till. n. er fremur smávægileg, og þess efnis, að namsstyrkur til fátækra nemenda við menntaskólann sé ekki lækkaður frá því, sem hann er nú; er þar aðeins um 300 kr. að ræða til hækkunar frá því, sem er í frv., eða úr 2500 kr. upp í 2800 kr. Það er vitanlegt, að fjárhagserfiðleikarnir koma hart niður á fátækum nemendum, eigi síður nú en áður, en hinsvegar varðar þetta ekki svo miklu fyrir ríkissjóð. Þess vegna leggur n. til, að þessi liður verði hækkaður í sama horf og hann nú er.

Út af 34. till. skal ég geta þess, að n. hefir lagt til að lækka framlög til nokkurra skóla til bókakaupa og kennsluáhalda. Vitanlega skilur n., að nokkur nauðsyn muni ætíð vera á einhverju fé til endurnýjunar og viðbótar á kennslutækjum í skólunum, en hún lítur svo á, að sæmilega hafi verið séð fyrir þessu undanfarin missiri, og þess vegna muni það ekki koma að sök, þó að framlög til þessa lækki að þessu sinni.

35. till. n. lýtur að því, að lækka liðinn um kostnað við skólastjórn við menntaskólann úr 1600 kr. niður í 1000 kr. Það mun hafa verið litið svo á, að þetta ætti að skoðast sem risnufé í sambandi við heimavistirnar í skólanum, en þær eru nú fremur fáar notaðar, og meðan svo er telur n. fært að lækka þennan lið. Get ég vísað til þess, sem um þetta er sagt í nál.

Þá vill n. með 39. till. sinni fella niður styrk til vornámsskeiða barnakennara að þessu sinni. Undanfarin ár hefir staðið í fjárl. lítilsháttar styrkur til þessara námsskeiða, en þess má geta, að stundum hefir ekkert orðið af þeim sökum lítillar þátttöku frá kennurum, enda er það ljóst, að því fylgir tiltölulega mikill kostnaður fyrir kennara að sækja þessi námsskeið, þar sem þeir þurfa að ferðast frá fjarliggjandi héruðum til Rvíkur. Eins og nú árar, sá n. því ekki ástæðu til að hvetja þá til slíks tilkostnaðar með því að leggja fram þetta fé, og þá sérstaklega af því, að þátttakan hefir ekki verið almenn. Má benda á, að fræðslumálastjóri mun líkrar skoðunar, því að í ráði mun að fella vornámsskeiðið niður komandi vor, þótt ríkisstyrkur sé þá fyrir hendi.

Þá kem ég að 42. till. n., um lækkun á launum kennara við fasta skóla, og nemur sú lækkun 10 þús. kr. Þessi till. er byggð á skýrslu fræðslumálastjóra, sein la fyrir n., og sýnir hún, að heildarupphæð sú, sem hér er talin í þessari till., 360 þús. kr., nægir fyrir yfirstandandi vetur, þegar reiknað er með 25% dýrtíðaruppbót, eins og frv. gerir ráð fyrir. Telur n. því líklegt, að sama upphæð muni nægja fyrir árið 1933, vegna þess að nokkur samdráttur muni hljóta að eiga sér stað um rekstur skólanna sökum kreppunnar, og leggur því til, að upphæðin verði 360 þús. í stað 370 þús., sem er í frv.

Í 43. till. n. er ætlazt til, að kostnaðarliðurinn í frv. til skólahúsbygginga fyrir barnaskóla verði alveg felldur niður að þessu sinni. Það mun óhætt að fullyrða, að stöðvun verði á húsabyggingum víðasthvar á landinu í þessu árferði að mestu leyti og sumstaðar alveg. Ég býst við, að ýmsar verzlanir flytji t. d. alls ekki inn byggingarefni á þessu ári. Þar sem svo er ástatt taldi n. sjálfsagt að fresta, eftir því sem frekast væri unnt, öllum skólabyggingum, bæði vegna hins þrönga fjárhags ríkisins og héraðanna. Og í samb. við þessa till. vil ég geta þess, að eftir skýrslu fræðslumálastjóra er með upphæð þeirri, sem er í fjárl. þessa árs, fullkomlega séð fyrir útgjaldaþörf ríkissjóðs til þeirra skólahúsa, sem búið er að reisa. Sömu ástæður og þær, sem ég nú hefi nefnt, gilda um 45. till. n., að fella að þessu sinni niður styrk til gagnfræðaskólabygginga í kaupstöðum, enda er upphæðin svo lítil, að sýnilegt er, að hún kemur að sárlitlu gagni, þó að ráðizt yrði í slíkar byggingar. — Í 44. till. n. er ætlazt til, að liðurinn um utanfararstyrk til kennara verði felldur úr frv., og byggist það, eins og flestar aðrar till. n., þeirri almennu reglu, að draga verður úr öllum kostnaði og bíða betri tíma, og auk þess er sérstök ástæða til að spara öll gjöld út úr landinu, eins og þau sem hér um ræðir.

Þá er 47. till. n., um að lækka byggingarstyrk til steinsteyptra sundlauga um helming, eða 5000 kr. Eftir öðrum till. n. mætti máske segja, að n. hefði líka att að fella þennan lið alveg úr frv., en ástæðan til þess, að hún gerði það ekki, er sú, að hún óttaðist, að styrkur sá, sem veittur er í núgildandi fjárl., væri máske ekki nægilegur til þess að greiða hluta ríkissjóðs af byggingarkostnaði þeirra sundlauga, sem nú eru fullgerðar, eða því sem næst. N. leggur því til, að áætlaðar verði 5000 kr. í því skyni.

Þá er 46. brtt. Hún fer fram á, að styrkur til iðnaðarnams blindra manna verði hækkaður úr 500 kr. í 1000 kr. Verður styrkur þessi þó lægri en í núgildandi fjárlögum, því að þar er hann 1500 kr. N. þótti lækkunin í fjárl.frv. of mikil. Starfsemi þessi miðar að tvennu, að bæta kjör og líðan þessara olnbogabarna þjóðfélagsins, ef svo mætti að orði kveða, og efla innlendan iðnað, þótt í smáu sé, og er hvorttveggja stuðningsvert. N. hefir sannfært sig um, að kennsla þessi er rekin með góðum árangri. 8 manns hafa stundað nam þetta undanfarið, og er ótrúlegt, hve langt sumir hafa komizt í því að búa til fallega muni. Gætu hv. þdm. gengið úr skugga um þetta með því að skoða munina sjálfir.

48. brtt., um að fella niður styrk til Sögufélagsins, er tekin aftur til 3. umr., en um 49. brtt., um að fella niður styrkinn til Fornritaútgáfunnar, er það að. segja, að útgáfan hefir haft árlegan ríkisstyrk síðan 1929, og var ætlazt til, að fyrsta ritið kæmi út 1930 í sambandi við Alþingishátíðina. Enn sem komið er hefir ekkert verið gefið út, og af þeim sökum taldi n. gerlegt að fella niður styrkinn, því að þótt útgáfa kunni að vera í undirbúningi, hlýtur félagið að vera sæmilega statt eftir það, sem á undan er gengið.

50. brtt. er þess efnis að lækka styrkinn til Þórbergs Þórðarsonar úr 2000 kr. í 1600 kr. Styrkur þessi er veittur til orðasöfnunar, en n. eða þinginu hefir engin skýrsla borizt um þessa starfsemi, hvorki síðasta ár né áður.

51. brtt. fer fram á að hækka styrk til Frímanns B. Arngrímssonar úr 800 í 1200 kr. N. ætlast til, að þetta sé viðurkenning til þessa gamla manns fyrir látlaust og óeigingjarnt starf í þágu alþjóðar til að breiða út þekkingu á hagnýtingu raforku, og einnig fyrir það, að hann hefir varið miklum tíma og fé á síðari árum í rannsóknir, til að sýna og sanna, að hér í landi megi fá nóg byggingarefni úr skeljasandi og leirtegundum, og spara þannig innflutning á sementi. Þessi gamli maður er alveg efnalaus, þar sem allar eigur hans hafa gengið til áhugamála hans, og nú heilsulaus — mjaðmarbrotnaði fyrir skömmu. Geta menn því séð, að hér fara verðleikar og þörf saman.

52. brtt. fer í þá átt, að lækka styrkinn til Búnaðarfélags Íslands um 10 þús. kr. Þó má fremur kalla þetta tilfærslu en lækkun, þar sem ætlazt er til, að styrkur til sandgræðslu hækki að sama skapi. Til sandgræðslu eru ætlaðar í núgildandi fjárl. 40 þús., en í fjárlfrv. aðeins 20 þús. N. áleit, að með þessari upphæð væri ekki hægt að reka sandgræðslustarfsemina, og eigi með minni upphæð en 30 þús. kr., ef ætti að vera unnt að annast nauðsynleg án starfsrekstur og viðhald stöðvanna, þótt engum nýjum væri bætt við. Þótt starf Bf. Ísl. sé margþætt og þurfi mikils fjár, bjóst þó n. við, að félagið gæti dregið sem því svaraði úr rekstrarkostnaði sínum, en treysti sér þó ekki til að gera till. um, hvar sú lækkun ætti helzt að koma niður. Skýrslur Bf. Ísl. þær, er lágu fyrir n., voru naumast nógu ljósar til þess, að slíkt væri hægt, enda leit n. svo á, að slíkt heyrði undir stjórn Bf. Ísl. fremur en sig. N. taldi þó víst, að kauplækkun myndi verða hjá starfsmönnum Bf. Ísl. eins og öðrum starfsmönnum hins opinbera.

Flokkunin byggist á því, að sandgræðslustöðvarnar eru nú orðnar ekki færri en 27, og þær krefja mikils fjár, ef hægt á að vera að halda girðingu og sáningu í sæmilegu horfi. Margar till. lágu fyrir um að bæta við nýjum stöðvum, en n. ætlast eigi til, að svo verði gert, þar sem 30 þús. mun, eftir þeim skýrslum, sem fyrir liggja, vera hið allra naumasta, sem hægt er að komast af með til að halda þeirri starfsemi við, sem þegar er byrjað á. En í sambandi við þessa brtt. ber n. fram till. um, að 3000 kr. af þessum 30 þús. kr. verði varið til framhalds áveitu í Meðallandi, sem veitt hefir verið til undanfarið. Skýrsla um áveitu þessa lá fyrir frá Sig. Sigurðssyni búnaðarmálastjóra og Pálma Einarssyni ráðunaut, og benti hún á góðan árangur.

53. brtt. leggur til, að niður falli styrkur til tilrauna um grasfræ- og hafrasáningu, sem veittur hefir verið undanfarið. Hefir verið leitast við að ná sem beztum árangri í þessu efni og fræða almenning um þessa hluti með skýrslum og leiðbeiningum. N. telur, að þekking almennings á þessum efnum sé nú orðin svo útbreidd og almenn, að fræðslu og kynningarstarfsemi þessi geti að skaðlausu fallið niður, enda lá nú engin skýrsla fyrir um árangur, né heldur beiðni frá Bf. Ísl. um að þessi liður yrði tekinn upp.

Þá kemur 55. brtt., um að tillagið til búfjártryggingasjóðs falli burt. Enn hefir eigi verið greitt ríkistillag í sjóðinn, og taldi n. því rétt að fresta því enn, vegna fjárhagsörðugleika. Er tilætlun n., að þetta gildi einnig fyrir yfirstandandi ár.

56. brtt. felur í sér, að aths. við framlagið til byggingar- og landnámssjóðs í fjárlfrv. falli burt. N. byggir till. sína á því, að í fjárlfrv er ekki lagt meira en skyldugt er samkv. lögum til sjóðsins, og því eigi þessi aths. ekki við, og sé sjálfsagt að fella hana burtu. Framlagið er ákveðið í lögum, og getur því ekki komið tóbakseinkasölunni við.

Þá eru 57. og 58. brtt., um að liðirnir bústofnslanadeild og lánadeild smábýla falli burt. Hvorug þessara deilda hefir enn verið látin koma til framkvæmda. N. hefir athugað möguleika fyrir að koma þeim á fót nú með því að tala við aðalbankastjóra Búnaðarbankans, og eftir þeim uppl. er hann gaf, taldi n. engar líkur til, að það gæti orðið á þessu né næsta ári, og taldi því rétt að fella framlagið niður, enda væri tilgangslítið að fara að starfrækja þessar deildir, meðan hinar starfandi deildir hafa ekki það fé, sem svarar til eftirspurnar.

59. brtt. leggur til að liðurinn: „Ráðstafanir um tilbúinn áburð“ falli burt. Þetta er fjórða árið, sem ríkissjóður leggur fram styrk til bænda til flutnings áburðar á sjó og landi. Þessi styrkur var samþykktur sem tímabundinn, enda eru lögin í heimildarformi. Skyldu þau fyrst gilda til 1931, en voru síðar framlengd til 1934. Eftir skýrslum frá Bf. Ísl. og áburðareinkasölunni sest, að ríkið hefir lagt fram rúmar 300 þús. kr. í þessu skyni. Má því segja, að þegar hafi verið lögð fram eigi svo lítil hjálp til að styðja að framgangi þessa máls. En þó er hinn óbeini styrkur enn meira virði fyrir ræktunina, að nú skuli öllum vera kunnugt orðið, hve ómetanlega þýðingu tilbúinn áburður hefir fyrir ræktun landsins. Ráðstöfun þessi hefir því þegar unnið jarðræktinni stórgagn. En með tilliti til þess, hve útlitið er örðugt, vill n. leggja til, að heimild þessi verði ekki notuð lengur en þetta ár, og leggur því til, að upphæðin, sem ætluð er í þessu skyni í fjárlagafrumvarpinu, 60 þúsund krónur, sé niður felld.

60. brtt. er um að fella niður styrk til rannsókna um raforkuveitur utan kaupstaða. Hún er byggð á því, að n. er kunnugt um, að ríkið hefir sagt upp heim manni, sem undanfarið hefir unnið að þessum málum og ferðast um og gert áætlanir. Á að leggja þetta starf undir vegamálaskrifstofuna. N. þótti því sjálfsagt að fella þennan lið niður.

61. brtt. er um að lækka skrifstofukostnað skipaskoðunarstjóra úr 8 þús. kr. í 6 þús. kr. N. þótti þetta hátt áætlað, og þegar borin er saman kostnaður við eftirlit hata 1930 og áætlun fjárlfrv. sest, að áætlun fjárlfrv. er næstum 3 þús. kr. hærri. N. taldi sjálfsagt, að laun starfsmanna á þessari skrifstofu lækkuðu nokkuð sem annarsstaðar, og taldi ólíklegt, að starfið hefði vaxið mjög síðan 1930. Verður þó áætlaður meiri kostnaður en 1930.

Þá er 62. brtt. Efni hennar er að veita Guðm. Einarssyni myndhöggvara fjárstyrk, að upphæð 2500 kr., til fullnaðarrannsókna á leirtegundum til postulínsgerðar o. fl. Þessi till. er byggð á því, að maður þessi hefir sýnt hinn mesta dugnað í því að koma hér upp innlendum leiriðnaði, bæði listiðnaði og hagnýtum iðnaði, svo sem postulínsgerð, veggflísagerð. o. fl. Þessi maður hefir að vísu áður fengið styrk til að kaupa leirbrennsluofn, en n. áleit, að hann hefði sýnt svo ljóslega, að hér er um merkilegt mál að ræða, og líkur til að hér megi koma á nýrri iðngrein, að hún vill eindregið mæla með því, að þessi upphæð sé veitt.

Þá er það 63. till. n., að tillagið til Slysavarnafélagsins verði hækkað úr 4000 kr. upp í 8000 kr. Til slysavarna er veitt í núgildandi fjárlögum 10000 kr., og samhliða hafði það 4000 kr. á þessu ari frá Fiskifélagi Íslands. En nú hefir styrkurinn í frv. verið lækkaður í 4000 kr., og það, sem verra er fyrir fél., að jafnframt hefir Fiskifélagið kippt að sér hendinni um fjárframlög; er það þó ekki af neinni vantrú á félaginu, heldur einungis fjárhagsörðugleikar, sem hamla. Það er sýnilegt, að ef tillagið lækkar jafnmikið og hér horfir við, verður starfsemi þessi sama sem að leggjast niður. Nú er það viðurkennt, að þessi slysavarnastarfsemi er mjög brýn hér á landi, þar sem sjóslys eru jafntíð og raun ber vitni um. Öllum er þetta kunnugt, og þarf þá naumast að nefna dæmi því til sönnunar, enda held ég, að það sé einnig almennt viðurkennt, að félaginu hafi þegar unnizt nokkuð á í starfi sínu, og að það sé mikil nauðsyn, að félaginu sé gert kleift að vinna að þessum málum áfram, en það mundi tæpast geta orðið, að nokkru gagni, ef styrkurinn væri lækkaður eins og horfir við. Það er með það fyrir augum, að félagið geti starfað verulega áfram, að n. leyfir sér að bera fram þá till. að hækka þennan styrk upp í 8000 kr., og má þó taka það fram, að það er nær hálfu minni styrkur en það hefir nú, svo að vitanlega hljóta framkvæmdir þess að dragast saman. En mér hefir þó skilizt það á form. félagsins, að hann byggist við, að félagið gæti starfað sæmilega áfram, ef það fengi þetta framlag, og rétt er að geta þess, að ég hygg, að tillagið, sem félaginu er ætlað á þessu ári, muni ekki verða greitt hv í út til fulls, svo að ef till. n. yrðu samþ., er mismunurinn ekki eins mikill og hann sýnist á pappírnum. Þar sem ég veit, að þessi starfsemi er vinsæl og þakklát og talin mjög nauðsynleg af öllum almenningi, vænti ég, að till. verði samþ.

Þá eru hér liðir um eftirlaun til tveggja prestsekkna og eins prests. N. hefir tekið þetta hér upp eftir till. biskups og samkv. undanfarinni venju.

Þá er 67. till. n. um það, að rekstrarhagnaður ríkisvélsmiðjunnar og ríkisprentsmiðjunnar sé látinn renna í ríkissjóð arið 1933. Eftir þeim reikningum, sem fyrir n. lágu um hagnað og horfur þessara stofnana og af viðtali við forstjórana, þótt það sýnt, að sæmilega varlegt væri að áætla hagnað þessara fyrirtækja 65000 kr., eins og gert er í frv. Nú er gert ráð fyrir því í frv., að hagnaðinum af þessum stofnunum sé varið til þeirra sjálfra. En vegna erfiðleika á yfirstandandi tímum finnst n. gerlegt að leggja það til, að féð sé að þessu sinni látið renna í ríkissjóðinn, og þær till., sem hér liggja fyrir, miða í þá átt. Báðir forstjórarnir, sem n. átti tal við um þetta, ganga inn á, að svo yrði gert að þessu sinni, þótt þeir teldu æskilegt, að nota mætti rekstrarhagnaðinn stofnununum til endurbóta, en slíkt yrði að bíða betri tíma.

68. till. er um framlag til vitanna. N. hefir lagt til að lækka þetta framlag úr 65 þús. kr. niður í 50 þús. kr. Hv. frsm. fyrri hl. hefir þegar látið þess getið, að þessi lækkun er í rauninni aðeins til færsla, þar sem ætlazt er til, að hún gangi til nokkurs hluta byggingar bryggju á Akranesi. Það er vitanlega sjálfsagt að játa það, að þetta framlag til vitabygginga er mjög lítið, eins og þörfin er þó mikil fyrir þær, og gildir hið sama um þetta, hvort sem litið er á það, sem til þessa er ætlað í stjórnarfrv. eða till. n. Hvorttveggja er mjög lítið. Nú lágu engar upplýsingar fyrir n. um það, til hverra vitabygginga þetta fé myndi verða notað, en n. taldi líklegt, þar sem framlagið er svona lítið, að það yrði helzt notað til smærri innsiglingavita, sem víða er mikil þörf a. Býst því n. við, að það skipti ekki svo serlega miklu máli, þótt þetta sé lækkað eins og lagt er til.

Þá kemur 69. till. n. Fyrir n. lá beiðni frá Jóni Guðmundssyni, eiganda Valhallar á Þingvöllum, um það, að honum væri veitt eftirgjöf af 9000 kr. láni, sem ríkið stendur í ábyrgð fyrir. Ástæður fyrir beiðninni telur hann í fyrsta lagi þær, að hann hafi orðið fyrir miklum skakkaföllum við flutning Valhallar, sérstaklega við flutning ýmissa húsmuna sinna, og vill kenna það ráðstöfun Alþingishátíðarn. Fer hann fram á að fá 4000 kr. skaðabætur. Í öðru lagi kveðst hann hafa fyrir bein tilmæli Alþingishátíðarn. byggt veizluskála á Þingvöllum, sem komi sér að litlu eða engu liði við gistihúsreksturinn þar. Þar sem n. var þetta ekki kunnugt, sendi hún erindið formanni Alþing íshátíðarn. til umsagnar, og hans umsögn hljóðaði á þá leið, að hann teldi Alþingishátíðarn. alls enga ábyrgð geta borið að þeim skaða, sem þessi maður hefði orðið fyrir við flutning búslóðar sinnar, og gerði lítið úr því, en hinsvegar viðurkenndi hann, að bygging veizluskálans hefði orðið n. til mikils gagns við hátíðahöldin. Mælti hann með því og taldi sanngjarnt, að umsækjandanum yrði veittur 5000 kr. styrkur til endurgjalds fyrir það. Að þessu athuguðu leggur n. til, að Jóni Guðmundssyni verði greiddar 5000 kr. upp í þann halla, sem hann hefir orðið fyrir við byggingu veizluskálans á Þingvöllum, og verði það greitt af því fé, sem enn er óinnheimt vegna Alþingishátíðarinnar, svo sem frímerkjaverð og fleira.

Þá er 2. liður sömu till., um að Jóhannesi Jósefssyni hóteleiganda á Borg sé veittur nokkur greiðslufrestur á skuld hans við ríkissjóð. Það mun hafa verið árið 1930, sem gefin var heimild til þess í fjárl. að veita þessum manni gjaldfrest á tollgreiðslum af innanstokksmunum og áhöldum til gistihússins um 3 ár. Þetta var gert, og upphæðin, sem þessi greiðslufrestur var veittur fyrir, nam rúmum 40 þús. kr. Samkv. samningum, sem gerðir voru við hann um þetta efni, þá fellur þessi upphæð í gjalddaga á sumri komanda. Nú hefir þessi maður leitað til þingsins með ósk um, að sér væri gefinn kostur á að greiða þessa upphæð á 10 árum með jöfnum afborgunum, og þar sem n. er kunnugt um, að honum myndi verða örðugt, ef ekki um megn, að greiða þessa skuld nú þegar, þá taldi hún hyggilegra að leggja það til, að hann greiddi þetta á næstu 10 árum með jöfnum afborgunum og 6% vöxtum. Á þá fyrsta greiðsla að fara fram 1. júlí 1932. Ég hefi svo ekki meira um það að segja, en býst við því, að hv. alþm. geti fallizt á, að það kunni að vera eins hyggilegt að veita nú þennan gjaldfrest eins og að ganga mjög hart að, þegar greiðslan fellur nú í gjalddaga eftir samningunum.

Þá eru aðeins eftir prentvilluleiðréttingar, sem ekki hefir þýðingu að fara frekar út í.

Fyrir d. liggja nokkuð margar brtt. frá ýmsum hv. þm., en þó má taka það fram, að það muni vera með fæsta móti eftir undanfarandi venju. En ég mun ekki að þessu sinni ræða þær fyrr en hv. þdm. hafa gert grein fyrir heim.