04.03.1932
Efri deild: 20. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1056 í B-deild Alþingistíðinda. (640)

9. mál, brúargerðir

Frsm. (Páll Hermannsson):

Ég verð að mótmæla því, að mér hafi snúizt hugur í þessu máli. Ég átti sæti í samgmn. á vetrarþinginu síðasta, og lagði n. þá til, að brúarlagafrv. yrði samþ. óbreytt, enda kom há engin brtt. fram í deildinni. Á sumarþinginu fellst n. á að bæta inn í frv. nokkrum nýjum brúm. Ég var þessu mótfallinn og ég talaði á móti þessu við 2. — umr. og benti hv. deild á, hvað hún hefði samþ. á vetrarþinginu um þessi efni. En þegar d. vildi ekki fallast á mína skoðun, þá sá ég vitaskuld ekki ástæðu til að þegja um óskir mínar og míns kjördæmis, en þess ber þó að geta, að allar þær brýr, sem ég lagði til, að teknar væru upp í frv., voru annaðhvort á þjóðvegum eða yfir stórvötn utan þjóðvega, m. ö. o. gátu vei átt heima í frv.

Ég þarf svo ekki að svara hv. þm. Snæf. fleiri orðum. Skal þó að lokum benda honum á það, eins og ég hefi áður tekið fram, að ef fara ætti þá leið að taka inn í frv. brýr á öllum þeim vegum, sem annaðhvort réttilega eða óréttilega eru enn ekki teknir upp í tölu þjóðvega, þá yrði frv. óskapnaður og á hinn boginn mjög tvísýnt um framgang þess.

Ég held því að þessu athuguðu, að það verði eftir atvikum réttast að afgreiða málið á þeim grundvelli, sem meiri hl. n. hefir lagt til.