04.03.1932
Efri deild: 20. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1056 í B-deild Alþingistíðinda. (641)

9. mál, brúargerðir

Halldór Steinsson:

Ég get ekki skilið, að það þurfi að verða frv. að falli, þó að einhverjar brtt. við það nái fram að ganga. Um margar af þeim er víst, að þær eiga svo mikinn rétt á sér, að óforsvaranlegt væri að fella þær. Ég held, að þó þetta frv. sé stjórnarfrv. og sé athugað af vegamálastjóra, þá sé það ekki full sönnun þess, að alstaðar sé séð fyrir þörfunum og að þess vegna eigi að fella allar brtt. við það. Annars þýðir ekki að karpa um þetta úr þessu; mönnum er þetta mál fullkunnugt frá síðasta þingi, og afstaða einstakra hv. þdm. til þess þar með ráðin.