09.03.1932
Efri deild: 24. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1057 í B-deild Alþingistíðinda. (644)

9. mál, brúargerðir

Jón Þorláksson:

Ég hefi leyft mér að bera fram örlitla brtt. á þskj. 111 við 1. gr. frv., og er það engin efnisbreyt., heldur aðeins afnám fárra orða, sem er ofaukið, eftir því, sem gr. er orðuð að öðru leyti, og eru því eins og hortittir í ljóðlínu. Tilætlunin er sú, að heimild stj. sé því skilyrði einu bundin, að fé sé veitt til brúargerðarinnar í fjárl. En þessi orð gr. virðast benda til þess, að það eigi að vera skylda stj. að framkvæma brúargerð, ef fé er veitt til hennar í fjárl. Brtt. mína er því í raun og veru aðeins lánfæring á málfæri.