09.03.1932
Efri deild: 24. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1058 í B-deild Alþingistíðinda. (646)

9. mál, brúargerðir

Guðrún Lárusdóttir:

Það er aðeins stutt aths. út af þeim kafla frv., sem fjallar um endurbyggingu trébrúa á þjóðvegum. Þar er talað um „Grafara í Skagafirði hjá Hofsósi“. Mér skilst, að verið geti um tvær ár að ræða, sem þetta getur átt við, Grafara, sem fellur út í Grafarós, og Hofsá sem fellur út í Hofsós. Mér virðist, að það gæti valdið misskilningi um það, hvora ana á að brúa. Líklega er átt við Grafará, sem felur í Grafarós. En ég vil fá það upplýst, við hvora ána er átt.