19.04.1932
Neðri deild: 55. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1062 í B-deild Alþingistíðinda. (656)

9. mál, brúargerðir

Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Þær breyt., sem frv. Þetta gerir á brúalögunum frá 1919, eru í IV. kafla 2. gr. frv. En með þeim ákvæðum er hækkað tillag úr ríkissjóði til brúagerða, til verulegra muna til þeirra brúa, sem héruðin leggja fram á móti, einkum til stærri og dýrari brúa. Til brúagerða sem kosta 8–16 þús. kr., fer tillag ríkissjóðs smáhækkandi í jöfnu hlutfalli úr 2/3 hlutum í 3/4 hluta af kostnaðinum. Í 1. kafla 2. gr. eru taldar óbyggðar brýr á þjóðvegum, í II. kafla trébrýr á þjóðvegum, sem þarf að endurbyggja, og í III. kafla eru taldar nokkrar brýr yfir stórvötn á öðrum vegum en þjóðvegum.

Þó að meiri hl. samgmn. telji þessa upptalningu í III. kafla óþarfa, þá hefir n. samt orðið sammála um að láta við þetta sitja eins og frá því er gengið í frv. af vegamálastjóra og stj.

Þegar samgmn. afgr. frv. til þd., var einn nm. fjarverandi utanbæjar, en stj. óskaði eftir, að n. flýtti sem mest fyrir afgreiðslu frv., og þess vegna var ekki beðið eftir því, að nm. gætu allir mætt á fundi. Þessi nm., hv. 2. þm. Rang., er ósammála meiri hl. n. í verulegum atriðum. Vildi hann sérstaklega, að upptalningin væri víðtækari á brúm yfir stórvötn í III. kafla 2. gr. En meiri hl. n. lítur svo á, að það sé lítilsvert atriði, hvort slíkar brýr eru þar taldar upp eða ekki, og býst við, að ef einhverjum verði bætt þar inn í, þá komi margar á eftir, svo að fyrirsjáanlegt er, að byggingu þeirra verður ekki lokið á næstu áratugum. Aðalástæðan fyrir því, að n. vill fylgja þessu frv., er sú, að þar er lagt til að létta undir með héruðunum meira en verið hefir um byggingu á brúm utan þjóðvega. Og þar er þörfin mikil, því að vitanlegt er, að héruðin hafa litlar tekjur til að verja í þær framkvæmdir, en þörfin fyrir brýr er hinsvegar mikil. Að þessu leyti lettir frv. verulega undir með héruðunum