19.04.1932
Neðri deild: 55. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1063 í B-deild Alþingistíðinda. (657)

9. mál, brúargerðir

Sveinbjörn Högnason:

út af ummælum hv. frsm. meiri hl. samgmn. um afgreiðslu málsins vil ég geta þess, að ég var ekki viðstaddur, er það var afgr., og hafði óskað, að það yrði afgr. á annan hátt. Það var vitað í n., að ég var ósammála um ýms atriði. En í það eina skipti, sem ég hefi ekki komið á nefndarfund, sér n. ástæðu til að gefa út þetta nál. Ég verið að líta svo á, að þetta hafi verið gert til að fara á bak við mig, eins og ég líka hefi sagt við form. n.

Afstaða mín var alls ekki sú, að ég teldi ekki upptalningu á brúm yfir stórvötn á öðrum vegum en þjóðvegum nægilega viðtæka. En ég taldi, að sá kafli þyrfti breyt. við til þess að hann væri frambærilegur, og þyrfti því betri undirbúning. Frv. ber það líka allt með sér, að því hefir verið flaustrað af. Sem dæmi þess skal ég geta þess, að í 1. gr. er talin brú á á, sem ekki er til. Það vildi til, að ég var nauðakunnugur þarna og gat því upplýst um villuna, og nú er borin fram brtt. til leiðréttingar og tekin upp smáspræna í staðinn. Þetta sýnir, hve illa frv. er undirbúii5, og slíkar villur geta vel verið viðar.

Sum héruðin fá engar brýr, en aftur á móti er hrúgað brúm á eina og sömu ana annarsstaðar. Ég álít það þingi og samgmn. til vanvirðu að afgreiða slíkt frv. fyrr en það hefir verið gaumgæfilega athugað.

Aðalatriðið er, að samræmis og réttlætis sé gætt í upptalningunni. En eins og ég hefi þegar sagt, er ekki því að heilsa.

Við hv. 1. þm. Rang. höfum horið fram brtt. við frv. á þskj. 278. Rangárvallasýslu er engin brú ætluð í III kafla 2. gr. Hinsvegar eru áætlaðar margar brýr á sum stórvötn. Þannig eiga að vera eftir frv. 4 brýr á Hvítá í Árnessýslu og 4 á Hvítá í Borgarfirði. Um einu ána, sem við flytjum brtt. um að verði tekin upp, Tungnaá á Holtamannafrétti, er alveg eins ástatt eins og Hvítá norðan Bláfells sem tekin er upp í Ill. kafla. Sú brú á að vera til að létta mönnum veg með fénað sinn á afrétt og af og gera leiðina norður Kjalveg greiðari. Alveg hið sama gildir um brúna á Tungnaá, sem er sízt betra vatnsfall, en Sprengisandur, sem um leið verður opnaður, er betri fjallvegur en Kjölur.

Sama er að segja um brú á YtriRangá, að hún á fullkomlega eins mikinn eða meiri rétt á sér eins og flestar þær brýr, sem taldar eru í Ill. kafla. Þessi á rennur langa leið um byggðir og er þó aðeins ein brú á henni, og ekki ætlazt til fleiri í frv. Svona má lengi telja. Þegar þvílíkt misræmi og ranglæti kemur fram, er vanvirða fyrir þingið að afgreiða slíkt. Ég skal játa það, að ég var fús til að fella Ill. kafla úr frv., svo að frsm. fór ekki með rétt mál um það atriði. Ég kýs miklu heldur enga áætlun en að ranglæti og misrétti skini út úr henni. Og ég lýsi hér með yfir því, að ef ekki fást leiðréttingar á þeim kafla, mun ég leggja til við 3. umr., að hann falli niður.