15.03.1932
Efri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1092 í B-deild Alþingistíðinda. (701)

10. mál, Brunabótafélag Íslands

Jón Þorláksson:

Ég vil ekki liggja undir því ámæli hv. 2. þm. Eyf., að framkoma mín í þessu máli hafi verið önnur í n. en sú, sem nú hefir komið fram í deildinni. Ég orðaði einmitt þá skoðun mína í n., að leita þyrfti umsagnar sérfróðs manns um þessi mál. En sú málaleitun mín fékk engar undirtektir hjá hv. meðnm. mínum. Hið eina, sem mætti álasa mér fyrir, er það, að ég ekki bar till. um þetta fram í n. og lét fella hana. En í n. fékk þessi málaleitun mín engar undirtektir.