01.04.1932
Efri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í B-deild Alþingistíðinda. (706)

10. mál, Brunabótafélag Íslands

Jón Þorláksson:

Ég vildi taka það fram, út af aths. hv. 3. landsk. um brtt. á þskj. 267, að í henni á ekki að felast nein böndun gegn því, að Rvík gangi í Brunabótafélag Íslands, ef samkomulag næst milli bæjarstjórnar Rvíkur og forráðamanns brunabótafélagsins. En þetta getur ekki orðið, nema ný lög komi til. En ég vil lýsa yfir því, að geti Rvíkurbær fengið eins góð tryggingarkjör hjá þessu íslenzka félagi og erlendum viðskiptamönnum, skal ekki standa á mér að fylgja því máli fram. Ef félag þetta hefir nægilegar endurtryggingar, sem ég held, að nú sé nógu vel frá gengið með brtt. nefndarinnar, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Rvík noti það fremur erlendum félögum.