19.04.1932
Neðri deild: 55. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1101 í B-deild Alþingistíðinda. (718)

10. mál, Brunabótafélag Íslands

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Eins og hv. frsm. gat um, há hefir mál þetta verði lengi á döfinni hér á Alþingi, og nú eru loks horfur á, að það fái afgreiðslu. Það gekk í gegnum mikinn hreinsunareld í Ed., og hygg ég að það sé forsvaranlega gengið frá því.

Þeir hv. þm. Mýr. og hv. 2. þm. Skagf. hafa borið fram brtt. við það, sem hv. frsm. hefir sýnt fram á, að sé með öllu óþörf. Vil ég því taka undir með honum um það, að flm. hennar taki hana aftur, til þess að ekki þurfi að fara að hrekja málið á milli deilda hennar vegna.