22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1102 í B-deild Alþingistíðinda. (720)

10. mál, Brunabótafélag Íslands

Héðinn Valdimarsson:

Ég hefi orðið of seinn fyrir með þessa brtt., en vii þó skýra efni hennar nánar. Nú hefir forstjóri Brunabótafél. svo að segja einræði um stj. þess, en í slysatryggingarlögum er gert ráð fyrir sameiginlegri stj. tryggingarstofnana ríkisins. Hefi ég gert þá till., að með forstjóranum komi gæzlustjórar, því að mér finnst það varhugavert, að hann hafi ekki meðstjórnendur með sér, þó að ekki sé verið að vantreysta núv. framkvæmdarstjóra Er það illa viðeigandi að svo sé í sumum stofnunum, en öðrum ekki, því að þar er þá eftirlitið með miðstjórninni sama og ekkert. Vænti ég, að þetta verði athugað í Ed., þegar þangað kemur.