09.04.1932
Neðri deild: 47. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í B-deild Alþingistíðinda. (74)

1. mál, fjárlög 1933

Þorleifur Jónsson:

Ég er svo heppinn að eiga ekki sjálfur neina brtt. við fjárl., en það er eitt atriði, sem ég vildi gera að umtalsefni, en það er skipting sú, sem samgmn. gerði um tillög til bátaferða í mínu héraði. (Forseti: ég verð að minna hv. þm. á það, að umræðum um fyrri hluta fjárl. er lokið, og verður hann því að fresta þessu máli til 3. umr.) þá verð ég að hlíta því. Játa, að þetta er rétt hjá hæstv. forseta.